Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:01 Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar