Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2025 14:02 Skólinn er einn af mikilvægum þáttum í lífi barna, viss hornsteinn og stökkpallur til valdeflingar náms og staður þar sem formlegt nám er útfært. Hann er líka staður sem á tryggja jöfn tækifæri, vera skjól og veita öryggi. Við jafnaðarfólk vitum að börn búa við fjölbreyttar aðstæður, sum eiga foreldra sem stunda reglulega hreyfingu á meðan önnur ekki, þess vegna erum við með skólaíþróttir og skólasund bundið í aðalnámskrá, einmitt til að tryggja börn kynnist hreyfingu, fjölbreyttum íþróttum og læri að synda. Sama má segja um hjólreiðar. Sum börn eiga hjól, önnur ekki þar sem sumir foreldrar hjóla sér til heilsubótar, aðrir hjóla sér skemmtunar eða stunda samgönguhjólreiðar. Þau börn búa vel að eiga fyrirmyndir, fá hvatningu og stuðning til að hjóla. Hvernig getum við tryggt að öll börn fái að kynnast hjóli, læra að hjóla, hugsa um hjólið sitt og kynnist kostum þess að kunna hjóla þannig að þegar þau eldast verði til heilbrigð hjólamenning sem þau skilja til næstu kynslóða? Festum hjólakennslu í aðalnámskrá Með því að festa í aðalnámskrá kennslu í hjólafærni þá opnast nýr heimur að nýrri þekkingu og fræðslu. Kynning á fjölbreyttum ferðamátum, fræðsla um að annast hjólið sitt, betri og sterkari umhverfisvitund, meiri hreyfing og betri líðan. Værum við að leggja okkar að mörkum til að stuðla að heilbrigðri hjólamenningu til komandi kynslóða og um leið opna fyrir öllum börnum hvað felst í frelsinu og gleðinni sem hjólið gefur. Lærum að hjóla á skólatíma Mikil tækifæri eru til efla hjólreiðar og hjólreiðamenningu en hvort tveggja hefur verið að riðja sér til rúms samhliða markvissri uppbyggingu hjólastíga. Mikil sóknarfæri liggja í að efla hjólafærni barna en oft er öryggisþáttum og ástandi hjóla ábótavant en þar spila foreldrar lykilhlutverk en mörg átta sig ekki á að það þarf að stilla hnakkinn, laga hjálminn, kaupa hjólaljós í vetrarmyrkri, herða bremsur, pumpa í dekkið og passa að rétt stærð af hjóli fylgi vexti barnsins. Það að skapa hjólamenningu, hlúa að henni og hafa gaman verður partur að uppvextinum. Langflestum krökkum finnst gaman að hjóla, fara hratt yfir og eru til í ævintýri. Þess vegna þarf að opna á að skapa hjólamenningu á skólatíma, hafa hjólin sem hluta af hefðbundnu skóla- og frístundastarfi. Jákvætt viðmót frá starfsfólki skóla þarf að vera gagnvart hjólum, þau þurfa að vera velkomin í skólann. Svo þurfa að vera öruggar leiðir að skólanum, góður aðbúnaður til að geyma hjól og hjálma. Því fleiri sem koma á hjóli þeim mun meiri hvatning skapast og meira öryggi verður til fyrir hjólreiðar. Færri börn hjóla í skólann í dag en fyrir 10 árum Lýðheilsuvísar landlæknis hafa kannað hlutfall barna í 4. bekk sem ganga eða hjóla í skólann um tíu ára skeið en landlæknir metur að virkur ferðamáti, s.s. að ganga eða hjóla til vinnu eða skóla, sé ein besta leiðin til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og þar með uppfylla ráðleggingar um hreyfingu. Í Reykjavík hefur hlutfall barnanna í 4. bekk farið úr 68% í 61% á landsvísu en breytingin fer úr 57% í 50%. Það er áhyggjuefni að færri börn notist við virka ferðamáta í skólann, þ.e.hjól eða göngu, í skólann á sama tíma og samfélagið hefur fjárfest í hjólastíganeti. Ef við tryggjum ekki hjólafærni og heilbrigða hjólamenningu á unga aldri mun næsta kynslóð ekki vera líkleg að nýta þá frábæru innviði sem búið að kosta til. Það er því til mikils að vinna fyrir allt okkar samfélag að kynna hjólamenningu, kenna hjólafærni strax á unga aldri og stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Hreyfing, frelsi og betri loftgæði Hjólið færir ekki einungis börnum frelsi til að komast milli staða heldur ýtir undir sjálfbærni í samgöngum, kynnir fyrir þeim heilbrigðan lífsstíl og opnar á fræðslu um menningu sem tengist hjólreiðum snemma á lífsleiðinni. Þannig yrði skipulögð menntun barna og ungmenna í hjólafærni ekki bara risastórt skref til kenna þeim að vera sjálfbær í samgöngum á tímum loftslagsvár heldur líka mikilvæg fjárfesting í lýðheilsu og heilbrigðum lífstíl. Væri fjárfesting til framtíðar og raunhæf aðgerð gegn loftslagsbreytingum þar sem samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Þegar uppskipting samgangna ber einkabíllinn ábyrgð á langstærstum hluta losunar eða 57% en talið er að um 70 bílar bætist á götur höfuðborgarsvæðisins í hverri viku. Það er því til mikils að vinna að kynna og kenna hjólafærni á skólatíma, opna fyrir þeim heim fjölbreyttra hjólreiða, til afþreyingar, sem samgöngumáta og heilsubótar. Gera þau örugg til að hjóla í tómstundir, skóla og sjálfstraust til viðhalda hjólinu. Ávinningurinn er svo margþættur, dregið úr umferð, loftgæðin verða betri, meiri hreyfing og bætt lífsgæði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Skólinn er einn af mikilvægum þáttum í lífi barna, viss hornsteinn og stökkpallur til valdeflingar náms og staður þar sem formlegt nám er útfært. Hann er líka staður sem á tryggja jöfn tækifæri, vera skjól og veita öryggi. Við jafnaðarfólk vitum að börn búa við fjölbreyttar aðstæður, sum eiga foreldra sem stunda reglulega hreyfingu á meðan önnur ekki, þess vegna erum við með skólaíþróttir og skólasund bundið í aðalnámskrá, einmitt til að tryggja börn kynnist hreyfingu, fjölbreyttum íþróttum og læri að synda. Sama má segja um hjólreiðar. Sum börn eiga hjól, önnur ekki þar sem sumir foreldrar hjóla sér til heilsubótar, aðrir hjóla sér skemmtunar eða stunda samgönguhjólreiðar. Þau börn búa vel að eiga fyrirmyndir, fá hvatningu og stuðning til að hjóla. Hvernig getum við tryggt að öll börn fái að kynnast hjóli, læra að hjóla, hugsa um hjólið sitt og kynnist kostum þess að kunna hjóla þannig að þegar þau eldast verði til heilbrigð hjólamenning sem þau skilja til næstu kynslóða? Festum hjólakennslu í aðalnámskrá Með því að festa í aðalnámskrá kennslu í hjólafærni þá opnast nýr heimur að nýrri þekkingu og fræðslu. Kynning á fjölbreyttum ferðamátum, fræðsla um að annast hjólið sitt, betri og sterkari umhverfisvitund, meiri hreyfing og betri líðan. Værum við að leggja okkar að mörkum til að stuðla að heilbrigðri hjólamenningu til komandi kynslóða og um leið opna fyrir öllum börnum hvað felst í frelsinu og gleðinni sem hjólið gefur. Lærum að hjóla á skólatíma Mikil tækifæri eru til efla hjólreiðar og hjólreiðamenningu en hvort tveggja hefur verið að riðja sér til rúms samhliða markvissri uppbyggingu hjólastíga. Mikil sóknarfæri liggja í að efla hjólafærni barna en oft er öryggisþáttum og ástandi hjóla ábótavant en þar spila foreldrar lykilhlutverk en mörg átta sig ekki á að það þarf að stilla hnakkinn, laga hjálminn, kaupa hjólaljós í vetrarmyrkri, herða bremsur, pumpa í dekkið og passa að rétt stærð af hjóli fylgi vexti barnsins. Það að skapa hjólamenningu, hlúa að henni og hafa gaman verður partur að uppvextinum. Langflestum krökkum finnst gaman að hjóla, fara hratt yfir og eru til í ævintýri. Þess vegna þarf að opna á að skapa hjólamenningu á skólatíma, hafa hjólin sem hluta af hefðbundnu skóla- og frístundastarfi. Jákvætt viðmót frá starfsfólki skóla þarf að vera gagnvart hjólum, þau þurfa að vera velkomin í skólann. Svo þurfa að vera öruggar leiðir að skólanum, góður aðbúnaður til að geyma hjól og hjálma. Því fleiri sem koma á hjóli þeim mun meiri hvatning skapast og meira öryggi verður til fyrir hjólreiðar. Færri börn hjóla í skólann í dag en fyrir 10 árum Lýðheilsuvísar landlæknis hafa kannað hlutfall barna í 4. bekk sem ganga eða hjóla í skólann um tíu ára skeið en landlæknir metur að virkur ferðamáti, s.s. að ganga eða hjóla til vinnu eða skóla, sé ein besta leiðin til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og þar með uppfylla ráðleggingar um hreyfingu. Í Reykjavík hefur hlutfall barnanna í 4. bekk farið úr 68% í 61% á landsvísu en breytingin fer úr 57% í 50%. Það er áhyggjuefni að færri börn notist við virka ferðamáta í skólann, þ.e.hjól eða göngu, í skólann á sama tíma og samfélagið hefur fjárfest í hjólastíganeti. Ef við tryggjum ekki hjólafærni og heilbrigða hjólamenningu á unga aldri mun næsta kynslóð ekki vera líkleg að nýta þá frábæru innviði sem búið að kosta til. Það er því til mikils að vinna fyrir allt okkar samfélag að kynna hjólamenningu, kenna hjólafærni strax á unga aldri og stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Hreyfing, frelsi og betri loftgæði Hjólið færir ekki einungis börnum frelsi til að komast milli staða heldur ýtir undir sjálfbærni í samgöngum, kynnir fyrir þeim heilbrigðan lífsstíl og opnar á fræðslu um menningu sem tengist hjólreiðum snemma á lífsleiðinni. Þannig yrði skipulögð menntun barna og ungmenna í hjólafærni ekki bara risastórt skref til kenna þeim að vera sjálfbær í samgöngum á tímum loftslagsvár heldur líka mikilvæg fjárfesting í lýðheilsu og heilbrigðum lífstíl. Væri fjárfesting til framtíðar og raunhæf aðgerð gegn loftslagsbreytingum þar sem samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Þegar uppskipting samgangna ber einkabíllinn ábyrgð á langstærstum hluta losunar eða 57% en talið er að um 70 bílar bætist á götur höfuðborgarsvæðisins í hverri viku. Það er því til mikils að vinna að kynna og kenna hjólafærni á skólatíma, opna fyrir þeim heim fjölbreyttra hjólreiða, til afþreyingar, sem samgöngumáta og heilsubótar. Gera þau örugg til að hjóla í tómstundir, skóla og sjálfstraust til viðhalda hjólinu. Ávinningurinn er svo margþættur, dregið úr umferð, loftgæðin verða betri, meiri hreyfing og bætt lífsgæði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun