Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 08:31 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Fram að þessu hefur þröskuldurinn sem þessu fólki hefur verið gert að klífa til að komast inn á húsnæðismarkað verið nær ókleifur öllum, nema þeim sem hafa getað reitt sig á fjárhagslegan stuðning úr baklandi sínu. Farið verður í endurbætur á eldri kerfum auk þess sem ráðist verður í markvissar aðgerðir og uppbyggingu húsnæðis um land allt. Í fyrsta lagi á að tryggja að hlutdeildarlánin svokölluðu virki almennilega. Það verður gert með því að rýmka skilyrði fyrir lánveitingu, tryggja að þeim verði úthlutað mánaðalega. Hækka á fjárhæðina sem ríkið setur í lánveitingarnar um 1,5 milljarð króna á ári. Í öðru lagi með því að stórauka framboð á íbúðum, þar sem sérstök áhersla verður á uppbyggingu íbúða sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum. Stærsta skrefið sem stigið verður í því sambandi er uppbygging 4.000 íbúða í Úlfarsárdal. Í þriðja lagi á að hækka framlag ríkisins til uppbyggingu íbúða fyrir námsmenn og öryrkja auk félagslegra íbúða á vegum sveitarfélaga. Í fjórða lagi er ríkisstjórnin að gera sitt til að tryggja áfram framboð á verðtryggðum lánum sem henta best fyrstu kaupendum með því að bregðast hratt og fumlaust við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju vaxtaviðmiði. Síðast en ekki síst verður tryggt að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði réttur til tíu ára sem allir eiga, ekki tilviljanakennd aðgerð sem hingað til hefur verið framlengd ár frá ári og hefur samkvæmt aðallega nýst tekjuhæstu hópum samfélagsins. Vonast var til að húsnæðispakkinn, sá stærsti í áratugi, myndi leiða til þess að Seðlabankinn myndi slaka á lánþegaskilyrðum. Tveimur dögum síðar var hann búinn að gera það, ungu fólki og fyrstu kaupendum til heilla. Svona vinnur ríkisstjórn sem lætur verkin tala. Ríkisstjórn sem þorir og framkvæmir. Svona vinnur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er kennari og sitjandi varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Fram að þessu hefur þröskuldurinn sem þessu fólki hefur verið gert að klífa til að komast inn á húsnæðismarkað verið nær ókleifur öllum, nema þeim sem hafa getað reitt sig á fjárhagslegan stuðning úr baklandi sínu. Farið verður í endurbætur á eldri kerfum auk þess sem ráðist verður í markvissar aðgerðir og uppbyggingu húsnæðis um land allt. Í fyrsta lagi á að tryggja að hlutdeildarlánin svokölluðu virki almennilega. Það verður gert með því að rýmka skilyrði fyrir lánveitingu, tryggja að þeim verði úthlutað mánaðalega. Hækka á fjárhæðina sem ríkið setur í lánveitingarnar um 1,5 milljarð króna á ári. Í öðru lagi með því að stórauka framboð á íbúðum, þar sem sérstök áhersla verður á uppbyggingu íbúða sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum. Stærsta skrefið sem stigið verður í því sambandi er uppbygging 4.000 íbúða í Úlfarsárdal. Í þriðja lagi á að hækka framlag ríkisins til uppbyggingu íbúða fyrir námsmenn og öryrkja auk félagslegra íbúða á vegum sveitarfélaga. Í fjórða lagi er ríkisstjórnin að gera sitt til að tryggja áfram framboð á verðtryggðum lánum sem henta best fyrstu kaupendum með því að bregðast hratt og fumlaust við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju vaxtaviðmiði. Síðast en ekki síst verður tryggt að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði réttur til tíu ára sem allir eiga, ekki tilviljanakennd aðgerð sem hingað til hefur verið framlengd ár frá ári og hefur samkvæmt aðallega nýst tekjuhæstu hópum samfélagsins. Vonast var til að húsnæðispakkinn, sá stærsti í áratugi, myndi leiða til þess að Seðlabankinn myndi slaka á lánþegaskilyrðum. Tveimur dögum síðar var hann búinn að gera það, ungu fólki og fyrstu kaupendum til heilla. Svona vinnur ríkisstjórn sem lætur verkin tala. Ríkisstjórn sem þorir og framkvæmir. Svona vinnur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er kennari og sitjandi varaþingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar