Ein með börnin 326 daga á ári: „Hló fyrst en varð svo sorgmædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Henrik og Liva Ingebrigtsen eru hér saman með dæturnar Oliviu og Charlottu. Samsett/Getty/@livaingebrigtsen Norski frjálsíþróttakappinn Henrik Ingebrigtsen eyðir ekki miklum tíma með eiginkonu sinni og börnum. Hún ákvað að reikna það saman hversu lítið það er í raun. Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira