Mesta áhorfið síðan að Neil Armstrong gekk um á tunglinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 09:01 Taylor Swift kyssir kærasta sinn og innherja Super Bowl meistara Kansas City Chiefs, Travis Kelce, í leiklok í Las Vegas. AP/John Locher Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers setti nýtt áhorfsmet. Aldrei áður hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á útsendingu frá íþróttaefni í sjónvarpi. Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu. #SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024 Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum. Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik. Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns. Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra. Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar. CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu. #SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024 Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum. Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik. Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns. Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra. Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar. CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira