Bandaríska þjóðin fékk sigurkossinn í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 04:31 Taylor Swift kyssir Travis Kelce niðri á vellinum eftir sigur Kansas City Chiefs í Super Bowl. APBrynn Anderson Travis Kelce og Taylor Swift kysstust innilega niðri á vellinum eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sigur í Super Bowl leiknum í nótt. Höfðingjarnir unnu 25-22 sigur á San Francisco 49ers í æsispennandi framlengdum leik. Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher NFL Ofurskálin Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher
NFL Ofurskálin Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Sjá meira