Bandaríska þjóðin fékk sigurkossinn í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 04:31 Taylor Swift kyssir Travis Kelce niðri á vellinum eftir sigur Kansas City Chiefs í Super Bowl. APBrynn Anderson Travis Kelce og Taylor Swift kysstust innilega niðri á vellinum eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sigur í Super Bowl leiknum í nótt. Höfðingjarnir unnu 25-22 sigur á San Francisco 49ers í æsispennandi framlengdum leik. Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher NFL Ofurskálin Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher
NFL Ofurskálin Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira