Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 18:16 Upplýsingafundur Almannavarna vegna stöðunnar á Suðurnesjum fór fram í dag. Vísir/Ívar Fannar Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira