Stórefla þarf löggæsluna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:00 Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglan Viðreisn Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar