Stórefla þarf löggæsluna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:00 Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglan Viðreisn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun