Karlinn í skýjunum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. janúar 2024 22:01 Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun