Karlinn í skýjunum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. janúar 2024 22:01 Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun