Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 18:01 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur. Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur.
Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07