Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:32 Luke Littler hefur slegið í gegn, og rúmlega það, á HM í pílukasti. Getty/Zac Goodwin Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. En Littler er vissulega 16 ára, í átján daga í viðbót, og hann er kominn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í pílukasti sem sýndur er á Vodafone Sport í kvöld. Hafi einhverjum dottið í hug að veðja á Littler fyrir mótið þá yrði sá ríkur með sigri hans í kvöld. Þessi enski strákur sem býr í Warrington, miðja vegu milli Liverpool og Manchester, er sjálfur orðinn ríkur, á augabragði. Fyrir að komast í úrslitaleikinn fær hann að lágmarki 35 milljónir króna, og með sigri í kvöld ætti hann 87 milljónir króna. Fyrir HM hafði Littler í raun enga reynslu af því að spila á móti með þeim bestu í heiminum. Jú, hann komst í fjórðu umferð á UK Open í mars en tapaði þar fyrir Tékkanum unga Adam Gawlas. Littler var bara í 164. sæti heimslistans áður en mótið hófst, og þarf í kvöld að vinna manninn sem verður í efsta sæti eftir mótið, Luke Humphries. Ljóst er að Littler mun fljúga upp, jafnvel í hóp tíu efstu, að móti loknu. En Littler hefur þó kastað pílum í mörg ár. Hann var nefnilega rétt farinn að geta sagt sín fyrstu orð þegar hann byrjaði að æfa sig í pílukasti, fyrst með segulpílum. „Frá því að ég var 18 mánaða þá hef ég ekki hætt að spila,“ sagði Littler sem skipti yfir í venjulegt píluspjald þegar hann var fjögurra ára gamall. Fyrrverandi þjálfari hans segir það snemma hafa legið ljóst fyrir að Littler hefði algjöra yfirburði yfir jafnaldra sína, og aðeins 16 ára aldurstakmarkið kom í veg fyrir að hann færi fyrr í keppni við fullorðna og þá allra bestu. Hann varð heimsmeistari ungmenna fyrr á þessu ári. Og með frammistöðu sinni síðustu daga hefur Littler hlotið gríðarlegar vinsældir, sem hann nýtur vel. Hann er á augabragði kominn með um hálfa milljón fylgjenda á Instagram, þegar þetta er skrifað, og á meðal nýrra fylgjenda og stuðningsmanna eru til að mynda enskir landsliðsmenn í fótbolta og fleiri. James Maddison bauð Littler með sér að sjá Tottenham vinna Bournemouth á sunnudaginn, og Manchester United hefur nú boðið honum á leikinn við Tottenham 14. janúar, en Littler hefur alltaf verið stuðningsmaður United. „Þú ferð í skólann á morgun“ Fjörugir áhorfendur í Ally Pally styðja vel við bakið á honum en þegar þeir kyrja gleðilega: „Þú ferð í skólann á morgun!“ þá hafa þeir reyndar ekki alveg rétt fyrir sér, því Littler hefur lokið grunnskólagöngunni og er ekki í námi sem stendur. Pílan á hans hug og hjarta. „Ég vakna bara, spila í Xbox, fæ mér eitthvað að borða og kasta í spjaldið, fer í háttinn og þannig er það,“ segir Littler um venjulegan dag hjá sér. Kærasta hans er hin 21 árs gamla Eloise sem einnig er liðtækur pílukastari, og auðvitað stolt af sínum manni. Gefur forskot að drekka ekki áfengi Littler hefur verið duglegur við að fá sér skyndibita til að fagna sigrunum á HM. Hann varð yngstur í sögunni til að vinna leik á HM þegar hann vann Christian Kist í fyrstu umferð. Á leiðinni í úrslitaleikinn er hann svo meðal annars búinn að slá út fimmfalda heimsmeistarann, og æskuhetju sína, Raymond van Barneveld, en líka Brendan Dolan og nú síðast Rob Cross af miklu öryggi. „Ég drekk auðvitað ekki svo að það gefur mér mikið forskot á þá atvinnumenn sem að drekka. Þeir vakna aumir í hausnum á morgnana en mér líður bara vel,“ sagði Littler sem fékk sér kebab og dós af Tango-gosdrykknum eftir fyrsta sigurinn á HM, og hefur síðan verið boðið að fá frían kebab út ævina á einum af kebabstöðunum í London. Eftir sigurinn í annarri umferð var það KFC, og máltíðin fyrir úrslitaleikinn verður pítsa. Reynist það rétta uppskriftin að sigri verður Littler yngsti heimsmeistari sögunnar, og hann myndi þá stórbæta met Michael van Gerwen sem var 24 ára og níu mánaða þegar hann vann árið 2014. Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55. Pílukast Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira
En Littler er vissulega 16 ára, í átján daga í viðbót, og hann er kominn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í pílukasti sem sýndur er á Vodafone Sport í kvöld. Hafi einhverjum dottið í hug að veðja á Littler fyrir mótið þá yrði sá ríkur með sigri hans í kvöld. Þessi enski strákur sem býr í Warrington, miðja vegu milli Liverpool og Manchester, er sjálfur orðinn ríkur, á augabragði. Fyrir að komast í úrslitaleikinn fær hann að lágmarki 35 milljónir króna, og með sigri í kvöld ætti hann 87 milljónir króna. Fyrir HM hafði Littler í raun enga reynslu af því að spila á móti með þeim bestu í heiminum. Jú, hann komst í fjórðu umferð á UK Open í mars en tapaði þar fyrir Tékkanum unga Adam Gawlas. Littler var bara í 164. sæti heimslistans áður en mótið hófst, og þarf í kvöld að vinna manninn sem verður í efsta sæti eftir mótið, Luke Humphries. Ljóst er að Littler mun fljúga upp, jafnvel í hóp tíu efstu, að móti loknu. En Littler hefur þó kastað pílum í mörg ár. Hann var nefnilega rétt farinn að geta sagt sín fyrstu orð þegar hann byrjaði að æfa sig í pílukasti, fyrst með segulpílum. „Frá því að ég var 18 mánaða þá hef ég ekki hætt að spila,“ sagði Littler sem skipti yfir í venjulegt píluspjald þegar hann var fjögurra ára gamall. Fyrrverandi þjálfari hans segir það snemma hafa legið ljóst fyrir að Littler hefði algjöra yfirburði yfir jafnaldra sína, og aðeins 16 ára aldurstakmarkið kom í veg fyrir að hann færi fyrr í keppni við fullorðna og þá allra bestu. Hann varð heimsmeistari ungmenna fyrr á þessu ári. Og með frammistöðu sinni síðustu daga hefur Littler hlotið gríðarlegar vinsældir, sem hann nýtur vel. Hann er á augabragði kominn með um hálfa milljón fylgjenda á Instagram, þegar þetta er skrifað, og á meðal nýrra fylgjenda og stuðningsmanna eru til að mynda enskir landsliðsmenn í fótbolta og fleiri. James Maddison bauð Littler með sér að sjá Tottenham vinna Bournemouth á sunnudaginn, og Manchester United hefur nú boðið honum á leikinn við Tottenham 14. janúar, en Littler hefur alltaf verið stuðningsmaður United. „Þú ferð í skólann á morgun“ Fjörugir áhorfendur í Ally Pally styðja vel við bakið á honum en þegar þeir kyrja gleðilega: „Þú ferð í skólann á morgun!“ þá hafa þeir reyndar ekki alveg rétt fyrir sér, því Littler hefur lokið grunnskólagöngunni og er ekki í námi sem stendur. Pílan á hans hug og hjarta. „Ég vakna bara, spila í Xbox, fæ mér eitthvað að borða og kasta í spjaldið, fer í háttinn og þannig er það,“ segir Littler um venjulegan dag hjá sér. Kærasta hans er hin 21 árs gamla Eloise sem einnig er liðtækur pílukastari, og auðvitað stolt af sínum manni. Gefur forskot að drekka ekki áfengi Littler hefur verið duglegur við að fá sér skyndibita til að fagna sigrunum á HM. Hann varð yngstur í sögunni til að vinna leik á HM þegar hann vann Christian Kist í fyrstu umferð. Á leiðinni í úrslitaleikinn er hann svo meðal annars búinn að slá út fimmfalda heimsmeistarann, og æskuhetju sína, Raymond van Barneveld, en líka Brendan Dolan og nú síðast Rob Cross af miklu öryggi. „Ég drekk auðvitað ekki svo að það gefur mér mikið forskot á þá atvinnumenn sem að drekka. Þeir vakna aumir í hausnum á morgnana en mér líður bara vel,“ sagði Littler sem fékk sér kebab og dós af Tango-gosdrykknum eftir fyrsta sigurinn á HM, og hefur síðan verið boðið að fá frían kebab út ævina á einum af kebabstöðunum í London. Eftir sigurinn í annarri umferð var það KFC, og máltíðin fyrir úrslitaleikinn verður pítsa. Reynist það rétta uppskriftin að sigri verður Littler yngsti heimsmeistari sögunnar, og hann myndi þá stórbæta met Michael van Gerwen sem var 24 ára og níu mánaða þegar hann vann árið 2014. Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55.
Pílukast Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira