Langþráður draumur Páls Sævars loksins að rætast Aron Guðmundsson skrifar 29. desember 2023 13:31 Við samgleðjumst Páli Sævari sem er í þann mund að fara upplifa einn af draumum sínum. Stöð 2 Skjáskot Gamall draumur útvarpsmannsins og vallarkynnisins góðkunna, Páls Sævars Guðjónssonar, mun rætast í kvöld er hann verður, ásamt góðum hópi Íslendinga, viðstaddur spennandi keppnisdag á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“ Pílukast Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“
Pílukast Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira