Langþráður draumur Páls Sævars loksins að rætast Aron Guðmundsson skrifar 29. desember 2023 13:31 Við samgleðjumst Páli Sævari sem er í þann mund að fara upplifa einn af draumum sínum. Stöð 2 Skjáskot Gamall draumur útvarpsmannsins og vallarkynnisins góðkunna, Páls Sævars Guðjónssonar, mun rætast í kvöld er hann verður, ásamt góðum hópi Íslendinga, viðstaddur spennandi keppnisdag á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“ Pílukast Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“
Pílukast Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira