Kynngimagnaður leikur hjá Dobey og Smith Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 16:24 Chris Dobey er kominn í sextán manna úrslit á HM í pílukasti eftir sigur á Ross Smith, 4-2, í frábærum leik. getty/John Walton Chris Dobey, Joe Cullen og Stephen Bunting tryggðu sér sæti í sextán manna úrslitum á HM í pílukasti í dag. Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira