Körfubolti

Jalen Brunson í 50-stiga klúbbinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Jalen Brunson átti einn skilvirkasta leik sögunnar í nótt
Jalen Brunson átti einn skilvirkasta leik sögunnar í nótt Vísir/Getty

Jalen Brunson, leikmaður New York Knicks, fór hamförum í nótt í sigri liðsins á Phoenix Suns þegar hann skoraði 50 stig og klikkaði varla úr skoti.

Brunson bauð upp á alveg hreint ótrúlega nýtingu í leiknum en hann hitti úr níu þriggjastiga skotum í jafn mörgum tilraunum. Alls klikkaði hann aðeins úr sex skotum utan af velli. 

Afar fáheyrt er að leikmenn skori jafn mikið úr jafn fáum skottilraunum og fer þessi leikur því í sögubækurnar fyrir mikla skilvirkni Brunson. Hann lét sér þó ekki duga að raða inn stigum heldur var einni stoðsendingu frá tvöfaldri tvennu.

Í lok leiksins fór liðsfélagi hans, Julius Randle, og tryggði það strax að leikboltinn færi ekki á flakk líkt og í metleik Giannis Antetokounmpo á dögunum.


Tengdar fréttir

Setti stigamet en lenti svo í útistöðum vegna boltans

Giannis Antetokounmpo setti félagsmet þegar hann skoraði 64 stig í sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers, 140-126, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann lenti svo í útistöðum eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×