Sport

Bald­vin stóð sig vel í drullunni í Brussel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldvin Þór Magnússon sést hér í hlaupinu en eins og sjá má var drullan mikil á brautinni.
Baldvin Þór Magnússon sést hér í hlaupinu en eins og sjá má var drullan mikil á brautinni. Getty/Maja Hitij/

Baldvin Þór Magnússon náði sextánda sætinu á Evrópumeistaramótinu í víðavangshlaupum í Brussel um helgina.

82 keppendur skiluðu sér í mark við krefjandi aðstæður í Belgíu.

Frjálsíþróttasambandið segir að Baldvin hafi gefið góðum hlaupurum lítið eftir eins og Henrik Ingebritsen sem er norskur millivegalengdahlaupari. Ingebritsen vann til gullverðlauna í 1500 metra hlaupiá EM 2012.

„Já ég mjög glaður með þetta, miklu betra en NM. Geggjað að sýna formið sem ég er í og keppa á móti bestu hlaupurum í Evrópu. Leið vel í hlaupinu, mjög erfitt og mikil drulla,“ sagði Baldvin Þór í viðtali við heimasíðu FRÍ.

Frakkinn Yann Schrub varð Norðurlandameistari á 30 mínútum og 17 sekúndum en hann kom þremur sekúndum á undan Norðmanninum Magnus Tuv Myhre. Þriðji varð síðan Belginn Robin Hendrix 30:22.

Baldvin kom í mark á 30 mínútum og 48 sekúndum og var því 31 sekúndu á eftir Evrópumeistaranum. Baldvin var sjónarmun á eftir Þjóðverjanum Davor Aaaron Bienenfeld og Frakkanum Hugo Hay sem enduðu með sama tíma og hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×