Fimm nýir tóku sæti í Hæstarétti Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 14:33 Ekkert þeirra sem dæmir í málinu er Hæstaréttardómari. Hæstiréttur Íslands Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum. Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36