Gítarleikari Wings er látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2023 14:04 Denny Laine á tónleikum í Illinois árið 2019. Ap Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall. Elizabeth Hines, eiginkona Laine, segir hann hafa andast eftir að hafa glímt við lungnaveikindi um langt skeið. Laine söng lögin á metsöluplötu Moody Blues, Go Now og samdi stórsmell Wings, Mull of Kintyre, ásamt fyrrverandi Bítlinum, Paul McCartney. McCartney minnist Laine á Instagram þar sem hann segir Laine hafa verið „framúrskarandi söngvara og gítarleikara“. Þá hafi hann verið með mikinn húmor og ávallt verið reiðubúinn að aðstoða aðra. McCartney segir að með árunum hafi leiðir þeirra legið í sundur en að á síðustu árum hafi þeir aftur náð saman rifjað upp gamla og góða tíma. View this post on Instagram A post shared by Paul McCartney (@paulmccartney) Danny Laine, sem hét Brian Hines réttu nafni, ólst upp í Birmingham og sagði djassgosögnina Django Reinhardt hafa orðið til þess að hann hafi farið að spila á gítar. Í byrjun tónlistarferilsins var hann forsprakki sveitarinnar Denny Laine and the Diplomats þar sem í voru tónlistarmenn á borð við Bev Bevan, sem átti síðar eftir að verða trymbill ELO. Laine gekk síðar til liðs The Moody Blues eftir að Denny Laine and the Diplomats mistókst að landa samninga. Meðal smella Moody Blues voru lög á borð við From The Bottom of My Heart (I Love You) og Bye Bye Bird. McCartney tilkynnti svo um stofnun Wings árið 1971 sem var fyrsta sveit hans eftir að Bítlarnir hættu saman. Laine var þar fenginn til að spila á gítar, bassa og styðja við bakið á McCartney og eiginkonu hans, Lindu, í lögum eins og Jet, Band on the Run og Live and Let Die. Hljómsveitin Wings leystist svo upp árið 1981. Andlát Tónlist Bretland England Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Elizabeth Hines, eiginkona Laine, segir hann hafa andast eftir að hafa glímt við lungnaveikindi um langt skeið. Laine söng lögin á metsöluplötu Moody Blues, Go Now og samdi stórsmell Wings, Mull of Kintyre, ásamt fyrrverandi Bítlinum, Paul McCartney. McCartney minnist Laine á Instagram þar sem hann segir Laine hafa verið „framúrskarandi söngvara og gítarleikara“. Þá hafi hann verið með mikinn húmor og ávallt verið reiðubúinn að aðstoða aðra. McCartney segir að með árunum hafi leiðir þeirra legið í sundur en að á síðustu árum hafi þeir aftur náð saman rifjað upp gamla og góða tíma. View this post on Instagram A post shared by Paul McCartney (@paulmccartney) Danny Laine, sem hét Brian Hines réttu nafni, ólst upp í Birmingham og sagði djassgosögnina Django Reinhardt hafa orðið til þess að hann hafi farið að spila á gítar. Í byrjun tónlistarferilsins var hann forsprakki sveitarinnar Denny Laine and the Diplomats þar sem í voru tónlistarmenn á borð við Bev Bevan, sem átti síðar eftir að verða trymbill ELO. Laine gekk síðar til liðs The Moody Blues eftir að Denny Laine and the Diplomats mistókst að landa samninga. Meðal smella Moody Blues voru lög á borð við From The Bottom of My Heart (I Love You) og Bye Bye Bird. McCartney tilkynnti svo um stofnun Wings árið 1971 sem var fyrsta sveit hans eftir að Bítlarnir hættu saman. Laine var þar fenginn til að spila á gítar, bassa og styðja við bakið á McCartney og eiginkonu hans, Lindu, í lögum eins og Jet, Band on the Run og Live and Let Die. Hljómsveitin Wings leystist svo upp árið 1981.
Andlát Tónlist Bretland England Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira