Lifði af dauðadýfu úr yfir fjörutíu metra hæð Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 08:31 Ken Stornes gerir ýmislegt sem venjulegt fólk gerir ekki, meðal annars að hoppa úr 40 metra hæð ofan í ískaldan sjó. Instagram/@kenstornes Norðmaðurinn Ken Stornes setti nýtt heimsmet í svokallaðri dauðadýfu (e. death diving) þegar hann hoppaði fram af syllu í 40,5 metra hæð, með magann á undan, ofan í ískalt vatn. Dýfuna hjá Stornes má sjá hér að neðan en til þess að uppfylla kröfur um „dauðadýfu“ þurfa menn að stökkva með magann á undan og útréttar hendur. Þeir lenda svo í vatninu annað hvort eins og „fallbyssukúla“ (e. cannonball) eða skjóta fótum og höndum niður fyrir maga (e. pike) rétt fyrir lendingu, eins og Stornes gerði. Norski ríkismiðillinn NRK fjallar um heimsmet Stornes og segir hann hafa bætt met Frakkanna Come Girardot og Lucien Charlon sem höfðu látið sig falla úr 36,5 metra hæð. Fyrir tveimur árum setti Stornes metið þegar hann hoppaði niður 31 metra. „Ég vildi verða sá fyrsti í heiminum til að ná yfir 40 metra. Svo er ég bara þannig maður að ég vil hella mér í hlutina, og gera hluti sem eru svolítið áhættusamir. Það fær mig til að finnast ég vera á lífi,“ segir Stornes í samtali við NRK. „Þetta er bara lífshættulegt,“ segir Paul Rigault sem stendur á bakvið Døds Federation, samtök tileinkuð dauðadýfingum. „Ég þurfti að leggjast niður. Í fyrsta lagi er hæðin sjúklega mikil og svo velti ég því líka fyrir mér hvernig þetta muni enda,“ segir Rigault sem NRK segir að hafi um árabil verið andlit íþróttarinnar út á við. „Þegar 20 metra múrinn var rofinn þá hélt ég að þetta væri búið. En þetta þýðir að í rauninni eru engin takmörk,“ segir Rigault. Stornes hefur helst trú á því að Girardot reyni að slá metið en er samt óviss um að Frakkinn reyni við það. „Ef hann gerir það þá verð ég fyrstur manna til að koma og klappa fyrir honum. Ég óttast meira að missa góðan vin en að missa heimsmetið.“ Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Dýfuna hjá Stornes má sjá hér að neðan en til þess að uppfylla kröfur um „dauðadýfu“ þurfa menn að stökkva með magann á undan og útréttar hendur. Þeir lenda svo í vatninu annað hvort eins og „fallbyssukúla“ (e. cannonball) eða skjóta fótum og höndum niður fyrir maga (e. pike) rétt fyrir lendingu, eins og Stornes gerði. Norski ríkismiðillinn NRK fjallar um heimsmet Stornes og segir hann hafa bætt met Frakkanna Come Girardot og Lucien Charlon sem höfðu látið sig falla úr 36,5 metra hæð. Fyrir tveimur árum setti Stornes metið þegar hann hoppaði niður 31 metra. „Ég vildi verða sá fyrsti í heiminum til að ná yfir 40 metra. Svo er ég bara þannig maður að ég vil hella mér í hlutina, og gera hluti sem eru svolítið áhættusamir. Það fær mig til að finnast ég vera á lífi,“ segir Stornes í samtali við NRK. „Þetta er bara lífshættulegt,“ segir Paul Rigault sem stendur á bakvið Døds Federation, samtök tileinkuð dauðadýfingum. „Ég þurfti að leggjast niður. Í fyrsta lagi er hæðin sjúklega mikil og svo velti ég því líka fyrir mér hvernig þetta muni enda,“ segir Rigault sem NRK segir að hafi um árabil verið andlit íþróttarinnar út á við. „Þegar 20 metra múrinn var rofinn þá hélt ég að þetta væri búið. En þetta þýðir að í rauninni eru engin takmörk,“ segir Rigault. Stornes hefur helst trú á því að Girardot reyni að slá metið en er samt óviss um að Frakkinn reyni við það. „Ef hann gerir það þá verð ég fyrstur manna til að koma og klappa fyrir honum. Ég óttast meira að missa góðan vin en að missa heimsmetið.“
Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira