Hélt hún kæmist ekki aftur á stórmót: „Þetta er bara æði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 22:02 Þórey Rósa Stefánsdóttir er stolt af því að vera komin aftur á stórmót með Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir er afar ánægð með að vera komin á stórmót með íslenska landsliðinu á ný. Hún var þess ekki viss að hún myndi spila á slíku móti aftur. Spennan hefur aukist með hverjum deginum eftir því sem nær dregur fyrsta leik Íslands á HM sem er við Slóveníu á morgun. Þórey Rósa segir daginn í dag hafa komið sér almennilega í gír. „Dagurinn í dag er svolítið að sparka inn raunveruleikanum. Það eru viðtöl, myndatökur og allskonar. Núna er þetta svolítið: HM er komið. Mér skilst það sé fullt af Íslendingum á leiðinni til Noregs og nú fer þetta allt að keyra af stað,“ segir Þórey Rósa. Klippa: Geggjað að upplifa þetta aftur Ísland spilaði á Posten Cup í aðdragandanum, sem er stórt æfingamót í Noregi. Þórey segir stærð mótsins hafa virkað vel fyrir leikmenn til að hrista úr sér skrekkinn fyrir stærsta mótið, HM sem fram undan er. „Þetta var náttúrulega bara stórt mót og stórt svið sem við fengum, í stórum höllum og kepptum við góð lið. Fyrir marga leikmenn var þetta að hrista af sér fyrsta stórleikja skrekkinn. Við náðum að stilla liðið helling saman, sáum hellings möguleika í öllum leikjunum þó svo að þeir hafi ekki unnist,“ „Við komumst allar heilar út úr þessu líka, maður hafði innst inni örlitlar áhyggjur af því. Ég er bara ánægð með þetta. Þetta var góður tími í Lillehammer,“ segir Þórey Rósa. Ofboðslega stolt Þórey Rósa er ein aðeins tveggja sem hefur farið á stórmót áður, ásamt Sunnu Jónsdóttur. Hún segir upplifunina allt aðra í dag en var fyrir um áratug síðan, þegar Ísland var síðast á stórmóti. „EM 2012 var þetta bara þrír leikir og búið, það var mjög stutt. Svo fórum við á HM í Brasilíu, þá var helsti munurinn að það var svo langt í burtu. Það var bara einn frá Stöð 2 og svo átta foreldrar með í ferðinni. Við vorum bara í einhverri búbblu,“ „Internetið var lélegt á hótelinu og ég held ég hafi hringt heim einu sinni í ferðinni. Núna er þetta öðruvísi og ég fagna því. Þetta er bara æði.“ segir Þórey Rósa. Ákveðin lægð tók við hjá íslenska liðinu eftir stórmótin fyrir um áratug og var Þórey ekki viss um að fá tækifærið til að spila á stórmóti á ný. „Ég er stolt af því að vera hérna ennþá og að hafa náð þessum árangri að komast aftur með liðinu á stórmót. Ég vissi að við kæmumst þangað en ég viðurkenni að ég var ekkert endilega viss um það fyrir einhverjum árum síðan að ég myndi ná því. Ég er ofboðslega stolt að vera hérna og reyni að þrauka þetta heldri konu hlutverk hérna og gera það vel,“ segir Þórey Rósa. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. 29. nóvember 2023 15:50 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Spennan hefur aukist með hverjum deginum eftir því sem nær dregur fyrsta leik Íslands á HM sem er við Slóveníu á morgun. Þórey Rósa segir daginn í dag hafa komið sér almennilega í gír. „Dagurinn í dag er svolítið að sparka inn raunveruleikanum. Það eru viðtöl, myndatökur og allskonar. Núna er þetta svolítið: HM er komið. Mér skilst það sé fullt af Íslendingum á leiðinni til Noregs og nú fer þetta allt að keyra af stað,“ segir Þórey Rósa. Klippa: Geggjað að upplifa þetta aftur Ísland spilaði á Posten Cup í aðdragandanum, sem er stórt æfingamót í Noregi. Þórey segir stærð mótsins hafa virkað vel fyrir leikmenn til að hrista úr sér skrekkinn fyrir stærsta mótið, HM sem fram undan er. „Þetta var náttúrulega bara stórt mót og stórt svið sem við fengum, í stórum höllum og kepptum við góð lið. Fyrir marga leikmenn var þetta að hrista af sér fyrsta stórleikja skrekkinn. Við náðum að stilla liðið helling saman, sáum hellings möguleika í öllum leikjunum þó svo að þeir hafi ekki unnist,“ „Við komumst allar heilar út úr þessu líka, maður hafði innst inni örlitlar áhyggjur af því. Ég er bara ánægð með þetta. Þetta var góður tími í Lillehammer,“ segir Þórey Rósa. Ofboðslega stolt Þórey Rósa er ein aðeins tveggja sem hefur farið á stórmót áður, ásamt Sunnu Jónsdóttur. Hún segir upplifunina allt aðra í dag en var fyrir um áratug síðan, þegar Ísland var síðast á stórmóti. „EM 2012 var þetta bara þrír leikir og búið, það var mjög stutt. Svo fórum við á HM í Brasilíu, þá var helsti munurinn að það var svo langt í burtu. Það var bara einn frá Stöð 2 og svo átta foreldrar með í ferðinni. Við vorum bara í einhverri búbblu,“ „Internetið var lélegt á hótelinu og ég held ég hafi hringt heim einu sinni í ferðinni. Núna er þetta öðruvísi og ég fagna því. Þetta er bara æði.“ segir Þórey Rósa. Ákveðin lægð tók við hjá íslenska liðinu eftir stórmótin fyrir um áratug og var Þórey ekki viss um að fá tækifærið til að spila á stórmóti á ný. „Ég er stolt af því að vera hérna ennþá og að hafa náð þessum árangri að komast aftur með liðinu á stórmót. Ég vissi að við kæmumst þangað en ég viðurkenni að ég var ekkert endilega viss um það fyrir einhverjum árum síðan að ég myndi ná því. Ég er ofboðslega stolt að vera hérna og reyni að þrauka þetta heldri konu hlutverk hérna og gera það vel,“ segir Þórey Rósa. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. 29. nóvember 2023 15:50 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00
PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31
Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. 29. nóvember 2023 15:50