Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 15:50 Ana Gros er á meðal betri leikmanna heims. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. EPA-EFE/FILIP SINGER Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti