Svíar syrgja unga frjálsíþróttakonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 07:31 Emilia Brangefält var í fremstu röð í sinni íþróttagrein en á bak við tjöldin upplifði hún mikla erfiðleika. @emiliabrangefalt Sænska frjálsíþróttagoðsögnin Kajsa Bergqvist er ein af þeim sem hefur minnst Emiliu Brangefält eftir að tilkynnt var um andlát hennar í gær. Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira
Emilia var aðeins 21 ára gömul og sænskur meistari í utanvegahlaupi. Hún vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í fyrra og var því í fremstu röð í sinni grein. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma en núna er hún yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Brangefält var að gera góða hluti í sinni íþrótt. Á síðasta varð hún sænskur meistari og vann bronsverðlaun á HM í Tælandi. Hún tók sitt eigið líf 13. nóvember síðastliðinn eftir að hafa liðið mjög illa bæði líkamlega og andlega í marga mánuði eins og fram kemur í frétt á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins. „Ég þekkti ekki Emiliu persónulega en ég hef fengið að vita að hún var mjög góð manneskja, yndisleg og hæfileikarík ung kona sem átti allt lífið fram undan. Fyrir hönd sænska sambandsins þá sendi ég okkar hlýjustu samúðarkveðjur til hennar fólks,“ sagði Kajsa Bergqvist við Aftonbladet. Kajsa varð sjálf heimsmeistari í hástökki á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Emilia Brangefält keppti fyrir Västerås FK félagið og þar er mikil sorg eftir þessar hræðilegu fréttir. „Okkar félag upplifir nú mikla sorg en við sendum alla okkar ást, samhug og styrk til fjölskyldu Emiliu,“ segir í frétt á heimasíðu Västerås. Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér fyrir ofan þá mælum við með að endurhlaða fréttina. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira