Justin Jefferson: Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðið ykkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 16:30 Justin Jefferson er ekki að flýta sér til baka en Minnesota Vikings hefur spilað án hans í margar vikur. Getty/Jared C. Tilton Justin Jefferson er einn besti útherji í NFL-deildinni og ekki aðeins lykilmaður i liði Minnesota Vikings heldur einnig í mörgum fantasy liðum. Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár. NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár.
NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti