Tek undir með Vilhjálmi Birgissyni um að metnir verði kostir og gallar nýs gjaldmiðils Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:00 Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun