Sport

Ólympíu­meistarinn samdi við þjálfara höfuðand­stæðingsins síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elaine Thompson-Herah og Shelly-Ann Fraser-Pryce fagna saman þegar þær unnu Ólympíugull með jamaísku sveitinni.
Elaine Thompson-Herah og Shelly-Ann Fraser-Pryce fagna saman þegar þær unnu Ólympíugull með jamaísku sveitinni. Getty/Tim Clayton

Ólympíumeistarinn í 100 og 200 metra hlaupi kvenna hefur samið við nýjan þjálfara. Elaine Thompson-Herah tilkynnti um þessa stóru breytingu hjá sér aðeins níu mánuðum fyrir Ólympíuleikana í París.

Thompson-Herah vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum i Tókýó fyrir tveimur árum en auk þess að vinna 100 og 200 metra tvennuna þá vann hún 4 x 100 metra boðhlaupið með jamaísku sveitinni.

Thompson-Herah hætti hjá þjálfara sínum Shanikie Osbourne fyrr í þessum mánuði. Nýi þjálfarinn hennar heitir Reynaldo Walcott og hann er nú þjálfara margra stjarna í jamaískum frjálsum íþróttum.

Þetta þýðir það að Thompson-Herah æfir nú undir stjórn saman þjálfara og einn af höfuðandstæðingunum sínum sem er Shelly-Ann Fraser-Pryce.

Þær unnu gull og silfur í 100 metra hlaupinu á síðustu Ólympíuleikum. Thompson-Herah vann líka gull í 200 metra hlaupinu en Fraser-Pryce varð þar fjórða.

Fraser-Pryce hefur gert mjög góða hluti síðan hún kom til Walcott og náði persónulegu meti með því að hlaupa 100 metrana á 10,60 sekúndunum sem er þriðji besti tími sögunnar.

Fraser-Pryce varð í þriðja sæti á HM í ár á eftir Sha'Carri Richardson frá Bandaríkjunum og Shericku Jackson frá Jamaíku.

2023 tímabilið var erfitt fyrir Thompson-Herah sem glímdi við hásinarvandræði. Hún var ekki með á HM en endaði tímabilið á því að hlaupa á 10,79 sekúndum.

Nú leitar hún til Walcott og vonast til þess að komast aftur í sitt besta form fyrir titilvörnina næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×