Uppbygging um alla borg Pawel Bartoszek skrifar 17. nóvember 2023 11:01 Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar