Sá besti hefur spilað í sömu nærbuxunum allan NFL-ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 12:01 Patrick Mahomes hefur gert frábæra hluti með Kansas City Chiefs liðinu undanfarin ár. AP/Martin Meissner Íþróttamenn eru oft mjög hjátrúarfullir og gott dæmi um það er NFL stórstjarnan Patrick Mahomes sem var bæði valinn mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils og vann einnig titilinn með liði Kansas City Chiefs. Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023 NFL Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Sjá meira
Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023
NFL Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Sjá meira