Íþróttafélög sýna Grindvíkingum samstöðu Ágúst Orri Arnarson og Smári Jökull Jónsson skrifa 11. nóvember 2023 14:30 Íþróttahús, knattspyrnuvöllur og sundlaug Grindavíkur UMFG Íþróttafélög á Íslandi sýna Grindvíkingum samstöðu eftir atburðarás síðustu daga. Neyðarstigi var lýst yfir í gærkvöldi vegna yfirvofandi eldgoss og bærinn rýmdur í kjölfarið. Erlendir leikmenn liðs Grindavíkur í körfuknattleik hafa komið sér fyrir á hóteli í Keflavík og bíða frekari frétta þaðan. Keflavík hefur boðið yngri flokkum félagsins húsnæði undir æfingar og Breiðablik bauðst til að hýsa meistaraflokksæfingarnar. Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Njarðvíkur bauð öllum iðkendum Grindavíkur á æfingar endurgjaldslaust og sendi þeim baráttukveðjur. Sama á við um Keflavík en þangað geta Grindvíkingar einnig mætt á æfingar. CrossFit stöð Hveragerðis, Hengill, hefur boðið Grindvíkingum á æfingar til sín án endurgjalds. Þau sögðu mikilvægt að leggja sitt af mörkum á þessum erfiðu tímum og vona að fleiri fylgi þeirra fordæmi. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) Hestamannafélagið Ljúfur hefur boðið Grindvíkingum sína aðstoð við hýsingu eða að koma hrossum á beit. Líkamsræktarstöðin Afrek býður Grindvíkingum á æfingar án endurgjalds. KR hefur slegist í hópinn og boðið Grindvíkingum á æfingar hjá öllum deildum félagsins endurgjaldslaust. Iðkendur knattspyrnu í Grindavík stendur þá til boða að mæta á æfingar hjá Stjörnunni, Víkingi, Hamri, Selfossi, Haukum og Fylki. Fleiri félög hafa bæst í hópinn eftir því sem á hefur liðið daginn og ljóst að íþróttafjölskyldan stendur saman þegar á reynir. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum 💙💛💙Æfingatöflur má finna á https://t.co/yr2BRNhktv undir hverri deild fyrir sig. pic.twitter.com/i6cqNdieiL— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) November 11, 2023 Öllum sem vilja veita Grindvíkingum hjálparhönd er bent á síðu Rauða krossins og Aðstoð við Grindvíkinga. Tengdar fréttir Vaktin: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið. 11. nóvember 2023 08:36 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira
Erlendir leikmenn liðs Grindavíkur í körfuknattleik hafa komið sér fyrir á hóteli í Keflavík og bíða frekari frétta þaðan. Keflavík hefur boðið yngri flokkum félagsins húsnæði undir æfingar og Breiðablik bauðst til að hýsa meistaraflokksæfingarnar. Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Njarðvíkur bauð öllum iðkendum Grindavíkur á æfingar endurgjaldslaust og sendi þeim baráttukveðjur. Sama á við um Keflavík en þangað geta Grindvíkingar einnig mætt á æfingar. CrossFit stöð Hveragerðis, Hengill, hefur boðið Grindvíkingum á æfingar til sín án endurgjalds. Þau sögðu mikilvægt að leggja sitt af mörkum á þessum erfiðu tímum og vona að fleiri fylgi þeirra fordæmi. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) Hestamannafélagið Ljúfur hefur boðið Grindvíkingum sína aðstoð við hýsingu eða að koma hrossum á beit. Líkamsræktarstöðin Afrek býður Grindvíkingum á æfingar án endurgjalds. KR hefur slegist í hópinn og boðið Grindvíkingum á æfingar hjá öllum deildum félagsins endurgjaldslaust. Iðkendur knattspyrnu í Grindavík stendur þá til boða að mæta á æfingar hjá Stjörnunni, Víkingi, Hamri, Selfossi, Haukum og Fylki. Fleiri félög hafa bæst í hópinn eftir því sem á hefur liðið daginn og ljóst að íþróttafjölskyldan stendur saman þegar á reynir. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum 💙💛💙Æfingatöflur má finna á https://t.co/yr2BRNhktv undir hverri deild fyrir sig. pic.twitter.com/i6cqNdieiL— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) November 11, 2023 Öllum sem vilja veita Grindvíkingum hjálparhönd er bent á síðu Rauða krossins og Aðstoð við Grindvíkinga.
Tengdar fréttir Vaktin: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið. 11. nóvember 2023 08:36 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira
Vaktin: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið. 11. nóvember 2023 08:36