Bræður munu berjast í Malmö: „Vona að þeir standi sig vel“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 17:46 Malmö og Elfsborg mætast á sunnudag í leik sem sker úr um hvort liðið verður sænskur meistari. Malmö/Elfsborg Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum. Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn