Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu eftir æsispennandi endi Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 21:10 Grindavík lagði Njarðvík. vísir/hulda margrét Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Grindavík þegar flautað var til leiks í fimmtu umferð Subway-deildarinnar í Ljónagryfjunni í kvöld. Fór það svo að Grindavík stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan endasprett heimamanna. Það voru Grindvíkingar sem settu fyrstu stig leiksins á töfluna. Deandre Kane setti niður fyrstu stig leiksins og stuttu seinna var Ólafur Ólafsson búin að stela boltanum og koma boltanum aftur á Deandre Kane sem var undir körfunni og setti niður skot og fékk vítaskot að auki sem hann setti einnig niður. Það var ágætis hiti í leiknum á fyrstu mínútum og mikið af köllum frá báðum liðum sem fannst á þeim brotið og bæði lið að prufa að sjá hvað þau komust upp með. Njarðvíkingar náðu að vinna sig vel inn í leikinn og náðu forystu í fyrsta skiptið þegar þeir settu niður þrist og komust í 17-16 þegar um tvær mínútur voru eftir að fyrsta leikhluta en sú forysta varaði stutt því Grindavík náðu að snúa leiknum til baka og leiddu eftir fyrsta leikhluta 20-17. Annar leikhluti byrjaði ekki ósvipað þeim fyrsta þar sem Grindvíkingar voru grimmari og settu niður fyrstu sex stigin áður en Njarðvíkingar náðu að svara af vítalínunni. Það gekk lítið hjá heimamönnum í sóknarleiknum framan af í leikhlutanum og Grindvíkingar virðast vera með öll svör við sóknarleik Njarðvíkinga. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og hægt og bítandi náðu þeir að komast nær Grindavík sem fór aðeins að hiksta og Carlos Novas Mateo reis upp þegar mest á reyndi og setti mikilvæg skot og kom Njarðvíkingum yfir aftur í leiknum þegar líða tók á annan leikhluta. Njarðvíkingar héldu í forystuna fram að hálfleik og leiddu leikinn 43-41 þegar liðin fóru inn í búningsklefa. Grindavík mættu beittari út í síðari hálfleikinn og náðu fyrstu stigum síðari hálfleik á töfluna og snéru leiknum sér í vil 43-45. Leikurinn var í járnum fyrst um sinn þegar Njarðvíkingar náðu að halda pressunni á Grindavík. Grindavík náðu að slíta sig frá Njarðvíkingum og sækja auðveldar körfur á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum á báðum endum vallarins. Grindavík tóku gríðarlega sterkt áhlaup þegar líða tók á þriðja leikhlutan og náðu að komast í tíu stiga forystu og héldu Njarðvíkingum frá sér út leikhlutann og leiddu 61-71 fyrir loka leikhlutann. Fjórði leikhluti virtist vera beint framhald af þriðja leikhluta þar sem ekkert gekk hjá heimamönnum á meðan Grindvíkingar virðast vera með leikinn algjörlega í teskeið. Það var fátt sem benti til annars en að Grindvíkingar voru bara að sigla þessu þægilega heim í höfn og staðan var 74-89 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Njarðvíkingar settu niður tvo þrista og allt í einu var staðan 80-89 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar náðu góðu áhlaupi og voru í séns á að stela leiknum á loka mínútunni þegar þeir settu niður mikilvæg skot og komu leiknum í 87-89 þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum og Grindvíkingar virtust hálf vankaðir við þetta áhlaup frá heimamönnum. Grindvíkingar náðu þó að stoppa áhlaup Njarðvíkinga og sigla sigrinum í höfn og höfðu að lokum átta stiga sigur 87-95. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar byrjuðu alla fjóra leikhluta betur en heimamenn í Njarðvík. Heimamenn náðu yfirleitt að vinna sig inn í leikinn aftur en í þriðja leikhluta slátruðu Grindvíkingar Njarðvík og lögðu grunninn af góðum sigri þar. Hverjir stóðu upp úr? Deandre Kane var mjög góður hjá Grindavík og lét hafa mikið fyrir sér með 24 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. Dedrick Basile var einnig flottur fyrir Grindavík í leiknum. Var stigahæstur með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. Hjá heimamönnum í Njarðvík var Carlos Novas Mateo atkvæðamestur með 24 stig og fimm fráköst. Carlos setti niður mikilvæg skot fyrir Njarðvikinga og var þeirra besti maður í dag. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var erfiður sérstaklega lungað úr síðari hálfleik og þá var mikið um tæknifeila og oft auðveldar körfur sem féllu til Grindavíkur. Grindavík var næstum búið að kasta frá sér leiknum undir lokin en sluppu með það. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Breiðablik í næstu umferð og Grindavík fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn. Kannski héldum við að við værum orðnir einhverjir spaðar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara ekki vera góðir. Þó við höfum verið yfir í hálfleik þá fannst mér við ekki góðir í fyrri hálfleik. Við erum góðir þegar við fáum framlag frá mörgum en við fengum það ekki frá nægilega mörgum í dag og svo eigum við hræðilegan þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við sýnum mikið hjarta að koma til baka og koma okkur í þá stöðu að geta stolið þessu og hirt þetta af þeim og ánægður með þann kafla. Þá vorum við að dansa inni á vellinum en fram að því var þetta ofboðslega lélegt.” Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.“ Njarðvíkingar voru í brasi í upphafi allra leikhluta í þessum leik en náðu yfirleitt að vinna sig til baka í leikinn nema í þriðja leikhluta þar sem Grindvíkingar lögðu góðan grunn fyrir sigri. „Við vorum bara lélegir þá í bæði vörn og sókn. Við fáum alltof mikið af stigum á okkur. Klikkum á allskonar færslum, hittum ekki úr lay-up eða þriggja stiga skotum. Þetta var bara lélegt og við getum ekkert farið í felur með það.“ „Kannski héldum við að við værum orðnir einhverjir spaðar eftir að hafa unnið kannski óvænt fyrstu þrjá leikina og þyrftum ekki að vera nægilega fókuseraðir en það bara kom annað á daginn. Við þurfum bara að vera með fullan fókus hérna og reyna framkvæma það sem við viljum gera í 40 mínútur í öllum leikjum.“ „Betra liðið vann bara. Grindavík er bara betri. Þeir eru búnir að fá alla sína menn og eru frábært lið. Kane frábær, besti maður vallarins hér í kvöld þannig þetta er lið sem er að fara gera stóra hluti í vetur en ég hefði samt viljað sjá mína menn gera betur gegn þeim í þessar 40 mínútur en ekki bara síðustu fjórar hérna í fjórða leikhluta þó það hafi þurft að deila Grindvíkingana út hérna í restina að þá er ég samt óánægður með frammistöðuna.“ Aðspurður hvort það væri eitthvað jákvætt sem Njarðvíkingar gætu tekið úr þessum leik vildi Benedikt bara meina að það væru síðustu mínúturnar. „Það eru bara þessar síðustu mínútur hérna í fjórða leikhluta og lok leiks. Fram að því var ég ekkert voðalega hrifinn af spilamennskunni og við verðum bara að líta gagnrýnt á þetta hjá okkur og reyna að vera betri.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Grindavík þegar flautað var til leiks í fimmtu umferð Subway-deildarinnar í Ljónagryfjunni í kvöld. Fór það svo að Grindavík stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan endasprett heimamanna. Það voru Grindvíkingar sem settu fyrstu stig leiksins á töfluna. Deandre Kane setti niður fyrstu stig leiksins og stuttu seinna var Ólafur Ólafsson búin að stela boltanum og koma boltanum aftur á Deandre Kane sem var undir körfunni og setti niður skot og fékk vítaskot að auki sem hann setti einnig niður. Það var ágætis hiti í leiknum á fyrstu mínútum og mikið af köllum frá báðum liðum sem fannst á þeim brotið og bæði lið að prufa að sjá hvað þau komust upp með. Njarðvíkingar náðu að vinna sig vel inn í leikinn og náðu forystu í fyrsta skiptið þegar þeir settu niður þrist og komust í 17-16 þegar um tvær mínútur voru eftir að fyrsta leikhluta en sú forysta varaði stutt því Grindavík náðu að snúa leiknum til baka og leiddu eftir fyrsta leikhluta 20-17. Annar leikhluti byrjaði ekki ósvipað þeim fyrsta þar sem Grindvíkingar voru grimmari og settu niður fyrstu sex stigin áður en Njarðvíkingar náðu að svara af vítalínunni. Það gekk lítið hjá heimamönnum í sóknarleiknum framan af í leikhlutanum og Grindvíkingar virðast vera með öll svör við sóknarleik Njarðvíkinga. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og hægt og bítandi náðu þeir að komast nær Grindavík sem fór aðeins að hiksta og Carlos Novas Mateo reis upp þegar mest á reyndi og setti mikilvæg skot og kom Njarðvíkingum yfir aftur í leiknum þegar líða tók á annan leikhluta. Njarðvíkingar héldu í forystuna fram að hálfleik og leiddu leikinn 43-41 þegar liðin fóru inn í búningsklefa. Grindavík mættu beittari út í síðari hálfleikinn og náðu fyrstu stigum síðari hálfleik á töfluna og snéru leiknum sér í vil 43-45. Leikurinn var í járnum fyrst um sinn þegar Njarðvíkingar náðu að halda pressunni á Grindavík. Grindavík náðu að slíta sig frá Njarðvíkingum og sækja auðveldar körfur á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum á báðum endum vallarins. Grindavík tóku gríðarlega sterkt áhlaup þegar líða tók á þriðja leikhlutan og náðu að komast í tíu stiga forystu og héldu Njarðvíkingum frá sér út leikhlutann og leiddu 61-71 fyrir loka leikhlutann. Fjórði leikhluti virtist vera beint framhald af þriðja leikhluta þar sem ekkert gekk hjá heimamönnum á meðan Grindvíkingar virðast vera með leikinn algjörlega í teskeið. Það var fátt sem benti til annars en að Grindvíkingar voru bara að sigla þessu þægilega heim í höfn og staðan var 74-89 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Njarðvíkingar settu niður tvo þrista og allt í einu var staðan 80-89 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar náðu góðu áhlaupi og voru í séns á að stela leiknum á loka mínútunni þegar þeir settu niður mikilvæg skot og komu leiknum í 87-89 þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum og Grindvíkingar virtust hálf vankaðir við þetta áhlaup frá heimamönnum. Grindvíkingar náðu þó að stoppa áhlaup Njarðvíkinga og sigla sigrinum í höfn og höfðu að lokum átta stiga sigur 87-95. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar byrjuðu alla fjóra leikhluta betur en heimamenn í Njarðvík. Heimamenn náðu yfirleitt að vinna sig inn í leikinn aftur en í þriðja leikhluta slátruðu Grindvíkingar Njarðvík og lögðu grunninn af góðum sigri þar. Hverjir stóðu upp úr? Deandre Kane var mjög góður hjá Grindavík og lét hafa mikið fyrir sér með 24 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. Dedrick Basile var einnig flottur fyrir Grindavík í leiknum. Var stigahæstur með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. Hjá heimamönnum í Njarðvík var Carlos Novas Mateo atkvæðamestur með 24 stig og fimm fráköst. Carlos setti niður mikilvæg skot fyrir Njarðvikinga og var þeirra besti maður í dag. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var erfiður sérstaklega lungað úr síðari hálfleik og þá var mikið um tæknifeila og oft auðveldar körfur sem féllu til Grindavíkur. Grindavík var næstum búið að kasta frá sér leiknum undir lokin en sluppu með það. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Breiðablik í næstu umferð og Grindavík fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn. Kannski héldum við að við værum orðnir einhverjir spaðar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara ekki vera góðir. Þó við höfum verið yfir í hálfleik þá fannst mér við ekki góðir í fyrri hálfleik. Við erum góðir þegar við fáum framlag frá mörgum en við fengum það ekki frá nægilega mörgum í dag og svo eigum við hræðilegan þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við sýnum mikið hjarta að koma til baka og koma okkur í þá stöðu að geta stolið þessu og hirt þetta af þeim og ánægður með þann kafla. Þá vorum við að dansa inni á vellinum en fram að því var þetta ofboðslega lélegt.” Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.“ Njarðvíkingar voru í brasi í upphafi allra leikhluta í þessum leik en náðu yfirleitt að vinna sig til baka í leikinn nema í þriðja leikhluta þar sem Grindvíkingar lögðu góðan grunn fyrir sigri. „Við vorum bara lélegir þá í bæði vörn og sókn. Við fáum alltof mikið af stigum á okkur. Klikkum á allskonar færslum, hittum ekki úr lay-up eða þriggja stiga skotum. Þetta var bara lélegt og við getum ekkert farið í felur með það.“ „Kannski héldum við að við værum orðnir einhverjir spaðar eftir að hafa unnið kannski óvænt fyrstu þrjá leikina og þyrftum ekki að vera nægilega fókuseraðir en það bara kom annað á daginn. Við þurfum bara að vera með fullan fókus hérna og reyna framkvæma það sem við viljum gera í 40 mínútur í öllum leikjum.“ „Betra liðið vann bara. Grindavík er bara betri. Þeir eru búnir að fá alla sína menn og eru frábært lið. Kane frábær, besti maður vallarins hér í kvöld þannig þetta er lið sem er að fara gera stóra hluti í vetur en ég hefði samt viljað sjá mína menn gera betur gegn þeim í þessar 40 mínútur en ekki bara síðustu fjórar hérna í fjórða leikhluta þó það hafi þurft að deila Grindvíkingana út hérna í restina að þá er ég samt óánægður með frammistöðuna.“ Aðspurður hvort það væri eitthvað jákvætt sem Njarðvíkingar gætu tekið úr þessum leik vildi Benedikt bara meina að það væru síðustu mínúturnar. „Það eru bara þessar síðustu mínútur hérna í fjórða leikhluta og lok leiks. Fram að því var ég ekkert voðalega hrifinn af spilamennskunni og við verðum bara að líta gagnrýnt á þetta hjá okkur og reyna að vera betri.“
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti