Dedrick Basile: Það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 22:20 Dedrick Basile var allt í öllu hjá Grindavík í kvöld. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld þegar 5. umferð Subway-deildar karla hóf göngu sína. Þar fór Dedrick Basile á kostum í sigri Grindvíkinga. Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“ Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“
Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10