Dedrick Basile: Það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 22:20 Dedrick Basile var allt í öllu hjá Grindavík í kvöld. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld þegar 5. umferð Subway-deildar karla hóf göngu sína. Þar fór Dedrick Basile á kostum í sigri Grindvíkinga. Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“ Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“
Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10