Körfubolti

Styrmir Snær stiga­hæstur en það gengur þó ekkert í Belgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson í leik með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn.
Styrmir Snær Þrastarson í leik með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn. Vísir / Hulda Margrét

Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaður í körfubolta, var stigahæstur þegar lið hans Belfius Mons tapaði fyrir Circus Brussel í A-deild belgíska körfuboltans í dag.

Styrmir Snær skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í dag. Það dugði þó ekki til þar sem Brussel, topplið deildarinnar, vann öruggan 14 stiga sigur, lokatölur 90-76.

Belfius Mons fer ekki beint vel af stað í deildinni en liðið hefur sem stendur tapað öllum fimm leikjum sínum á tímabilinu.

Í þýsku B-deildinni var Hilmar Smári Henningsson öflugur í naumu tapi Bremerhaven gegn Phoenix Hagen, lokatölur 84-89. Hilmar Smári skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hilmar Smári og liðsfélagar í Bremerhaven hafa einnig farið illa af stað og tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×