„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 07:31 Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið. Vísir/Getty Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“ MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Sjá meira
Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“
MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Sjá meira