Hinn 28 ára gamli Jokić var hreint út sagt magnaður þegar Denver Nuggets fór alla leið og sigraði NBA-deildina síðasta vor. Hann hefur ávallt vakið mikla athygli þar sem hann er 211 sentimetrar á hæð og spilar sem miðherji en er þó hvað þekktastur fyrir ótrúlega sendingargetu sína.
Jokić stal svo fyrirsögnunum í kjölfar þess að Nuggets varð meistari en hann vildi ekkert meira en að komast heim til Serbíu að sinna hestunum sínum.
Í hlaðvarpsþætti sínum sagði CJ McCollum að Jokić myndi aldrei verða þjálfari í NBA-deildinni þar sem hann horfi einfaldlega ekki á körfubolta. McCollum hefur tekið fram að um grín var að ræða og Jokić sé ótrúlegur leikmaður.
I was obviously joking and referencing him watching/ scouting horses on the bench next to Murray. He obviously watches film and is a basketball savant. Joker knows how I feel about his game so I ll let this rest now https://t.co/Nz7fHH9F2p
— CJ McCollum (@CJMcCollum) October 19, 2023
Það styttist í að NBA-deildini fari af stað á nýjan leik. Líkt og síðustu leiktíð verður deildiní beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og það verða reglulegir þættir um allt það sem gengur á.