„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. október 2023 18:28 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu annan leikinn í röð og skilaði sigri annan leikinn í röð. Hann tekur hana varla niður úr þessu, en hann á reyndar nokkrar til skiptanna. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn