Sport

Ten Hag: Það er enginn leki

Dagur Lárusson skrifar
Erik ten Hag hefur verk að vinna.
Erik ten Hag hefur verk að vinna. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segist ekki trúa því að það sé einhver í hans leikmannahópi sem sé að leka upplýsingum um liðið til fréttamanna.

Það hafa verið háværar sögusagnir um mögulegan leka innan félagsins eftir slæmt gengi liðsins að undanförnu en Erik Ten Hag þvertók fyrir þetta á fréttamannafundi.

„Ég held að þetta sé ekki leki því ég þekki mína leikmenn það vel. Það getur hins vegar hver sem uppljóstrað sinni eigin skoðun og það er það sem ég held að sé að eiga sér stað hér,“ byrjaði Ten Hag að segja og var þá líklega að tala um Jadon Sancho málið.

„Við höfum verið með samkomulag varðandi svona mál alveg frá upphafi og þess vegna veit ég að þetta er ekki satt,“ endaði Erik Ten Hag að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×