Byrjað verður að hita upp fyrir leikinn á Stöð 2 sport klukkan 17.45 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45.
Á sama tíma verður svo leikur Portúgals og Lúxemborgar sýndur á Vodafone Sport.
Leik Íslands og Bosníu sem og öðrum leikum kvöldsins í undankeppninni veður svo gerð skil í þætti sem hefst að leik loknum eða klukkan 20.45.
Til þess að koma sér í fótboltagírinn fyrir leik Íslands og Bosníu verður svo leikur Armeníu og Króatíu í undankeppninni sýndur á Vodafone Sport en útsending frá þeim leik hefst klukkan 15.50.
Game Tíví verður svo sýndur á Stöð 2 ESPORT klukkan 20.00.