Sport

Bjórstelpan bönnuð á risaskjám á Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjórstelpan Megan Lucky.
Bjórstelpan Megan Lucky.

Konan sem vakti heimsathygli fyrir bjórþamb á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis 2021 og 2022 má ekki sjást á risaskjám að þessu sinni.

Megan Lucky fékk viðurnefnið bjórstelpan eftir að myndbönd af henni að þamba bjór á Opna bandaríska í fyrra og hitteðfyrra fóru eins og eldur um sinu um netheima.

Ekkert hefur hins vegar sést af henni á Opna bandaríska í ár og Lucky velti ástæðunni fyrir sér á Instagram.

„Sá sem stjórnar vildi ekki hafa mig á risaskjánum. Ég veit ekki af hverju. Þeir útskýrðu það ekki fyrir mér en ég skemmti mér samt mjög vel og er róleg yfir þessu,“ sagði Lucky. 

„Ég veit að heimurinn er með plan fyrir mig og bjórstelpan er hluti af mér. Kannski skipti ég um íþrótt þar sem hún er velkomin. En þetta er ekki endir, heldur upphafið að einhverju öðru.“

Lucky var einstaklega snögg að klára úr stóru bjórglasi á Opna bandaríska 2021 og 2022 eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hún vakti mikla athygli í netheimum og fjöldi fylgjenda hennar á Instagram jókst gríðarlega. Þá fengu nokkrir áfengisframleiðendur hana með sér í samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×