Þriðju gullverðlaun Lyles og Duplantis vann örugglega Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 19:59 Noah Lyles gefur merki um gullin þrjú um leið og hann kemur í mark í boðhlaupinu. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis vann öruggan sigur í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Bandaríkin unnu tvöfalt í boðhlaupum kvöldsins. Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira