Sport

Á­kváðu að deila gullinu á stærsta móti ársins

Aron Guðmundsson skrifar
Nina Kennedy og Katie Moon eftir að hafa komist að samkomulagi
Nina Kennedy og Katie Moon eftir að hafa komist að samkomulagi Vísir/Getty

Þær Kati­e Moon frá Banda­ríkjunum og Nina Kenne­dy frá Ástralíu á­kváðu í gær, á heims­meistara­mótinu í frjálsum í­þróttum, að deila gull­verð­laununum í stanga­rstökki.

Um afar hjart­næma stund var að ræða þegar að Kati­e og Nina ræddu sín á milli, eftir að hafa báðar farið yfir 4.90 metrana en klikkað í öllum þremur at­rennum sínum að 4.95 metrum, hvort þær ættu að deila fyrsta sætinu.

Reglur kveða á um að hægt sé að fara í svo­kallaðan bráða­bana til þess að skera úr um úr­slitin þegar að svona staða kemur upp en þó eru for­dæmi fyrir því að kepp­endur komist að þeirri niður­stöðu að deila fyrsta sætinu.

Í því sam­hengi er hægt að minnast á keppni í há­stökki á Ólympíu­leikunum í Tókýó, sem fóru fram árið 2021, þegar að Mutaz Essa Bars­him frá Katar og Gian­marco Tam­beri frá Ítalíu komust að sömu niður­stöðu og Kati­e og Nina í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×