Sport

Komu við á Ís­landi í Cross­Fit brúð­­kaups­­ferðinni sinni um heiminn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér sjást hin nýgiftu Kyle og Taylor Flynn í Bláa lóninu í brúðkaupsferðinni sinni.
Hér sjást hin nýgiftu Kyle og Taylor Flynn í Bláa lóninu í brúðkaupsferðinni sinni. @coachkflynn

Hin nýgiftu Kyle og Taylor Flynn frá Bandaríkjunum fóru í enga venjulega brúðkaupsferð eftir að þau giftu sig í sumar.

Kyle og Taylor eru bæði á fullu í CrossFit og eiga líka saman CrossFit stöð í Bandaríkjunum.

Þau Kyle og Taylor giftu sig á dögunum og þar sem CrossFit átti mikinn þátt í því að þau kynntust á sínum tíma þá ákváðu þau að fara í CrossFit heimsferð í brúðkaupsferðinni sinni.

Kyle og Taylor kynntust á sínum tíma þegar Taylor kom í tíma sem Kyle var að kenna á stöð sem hann vann á áður. CrossFit íþróttin á því stóran sess í þeirra sögu saman.

Hjónin ákváðu að ferðast um Evrópu í sumarfríinu í ár og um leið að koma við í sem flestum CrossFit stöðvum.

Fyrsta stoppið var að sjálfsögðu á Íslandi en þau mættu í CrossFit Reykjavík stöðina í Skeifunni sem er stöðin sem Anníe Mist Þórisdóttir á og rekur ásamt fleirum.

Hjónin sögðu söguna sína í viðtali við Morning Chalk Up vefinn og þar á meðal frá reynslu sinni af CrossFit Reykjavík.

Kyle sagði frá því að þau hafi varla verið lent á Íslandi þegar þau voru mætt í tíma klukkan ellefu um morguninn í CrossFit Reykjavík.

Frá Íslandi fóru skötuhjúin til Hollands en stöðin var CrossFit Twente rétt utan við Amsterdam.

Þau flugu til Vín í Austurríki en æfðu þó ekki þar en flugu síðan til Grikklands þar sem þau æfðu í CrossFit Stigma í Aþenu.

Þaðan fóru þau til Egyptalands og æfðu á Silver Giant Fitness stöðinni í Kaíró. Það var farið aftur til Evrópu og nánar til getið til CrossFit Villa Albani í Róm á Ítalíu.

Parið æfði líka á tveimur stöðvum í París, fóru þaðan til Portúgal og enduðu á því að æfa í risastórri stöð á Asóreyjum áður en þau snéru aftur til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×