Sumarið geggjað hjá Íslandsmeistaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:22 Sigurjón Ernir Sturluson fagnaði sigri í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hann segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira