Sport

Beint: Þriðji keppnis­dagur á heims­leikunum í Cross­Fit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið heimsmeistarar tvisvar sinnum.
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið heimsmeistarar tvisvar sinnum. @anniethorisdottir)

Þriðji keppnisdagur af fjórum fer nú í gang á heimsleikunum í CrossFit og nú þurfa keppendur aftur að forðast niðurskurð í lok dags.

Ísland á þrjá keppendur í aðalflokkunum tveimur en hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Þrjár greinar fara fram í dag. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki.

Eftir daginn munu tíu neðstu keppendur hjá bæði körlum og konum detta úr keppni en aðeins tuttugu bestu fá að keppa á lokadeginum á morgun.

Það er búist við mikilli keppni í ár en hjá konunum er heimsmeistari síðustu sex ára, Tia-Clair Toomey, ekki með. Anníe Mist er á sínum þrettándu heimsleikum en hin tvö eru með í tíunda skiptið. Ísland á því þrjá af reyndustu keppendum heimsleikanna í ár.

Tveir Íslendingar hafa lokið keppni á leikunum í ár. Bergrós Björnsdóttir varð í þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stelpna og Breki Þórðarson varð í fimmta sæti í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki.

Hér fyrir neðan má fylgjast með keppninni í beinni á Youtube síðu heimsleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×