Lífið samstarf

„Lykillinn að undir­vitundinni fundinn“

Dáleiðsluskóli Íslands
Ingibergur Þorkelsson er skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands og höfundur bókarinnar Hugræn endurforritun.
Ingibergur Þorkelsson er skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands og höfundur bókarinnar Hugræn endurforritun.

Ingibergur Þorkelsson lærði dáleiðslu á meðan hann bjó í Edinborg og hefur alla tíð síðan helgað sig klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun ásamt kennslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands.

Árið 2020 gaf hann út bókina Hugræn endurforritun sem kom út í 2. útgáfu árið 2021. Bókin lýsir afar öflugri meðferð sem byggir á samþættingu sálfræðimeðferða og taugavísinda.

Nemendurnir orðnir á 5. hundraðið

Hvenær byrjaðir þú að kenna dáleiðslu?

„Ég hélt fyrstu námskeiðin á Íslandi 2011 en kenndi ekki sjálfur fyrr en nokkrum árum seinna, fékk kennara að utan til að kenna,” segir Ingibergur. „Nemendur sem hafa lokið grunnnámi eru rúmlega 400 og á annað hundrað hafa lokið framhaldsnámi. Undanfarin þrjú ár hef ég svo kennt Hugræna endurforritun og útskrifað sérfræðinga í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu. Námið hefur lengst mikið og er núna 24 dagar á kennslustað.”

Næstum því allur persónuleiki fólks er í undirvitundinni

Hvað er hægt að gera með dáleiðslumeðferð ?

„Dáleiðsluinnleiðing er lykillinn að undirvitundinni. Meðvitaði hugurinn er mjög takmarkaður, t.d. getur þú ekki meðvitað hugsað um nema 7 atriði í einu. Þú manst ekki hvernig þú varst mótaður í uppeldinu og ekki heldur orsakir þess að þér líður illa í dag, ert þunglyndur eða kvíðinn.

Allar þessar upplýsingar eru geymdar í undirvitundinni og þangað er hægt að komast með dáleiðsluinnleiðingu.

Þá ertu kominn í innri heim meðferðarþegans og þeir sem kunna til verka geta nánast gert kraftaverk.“

Hugræn endurforritun átti að heita Djúpmeðferð

Hvers vegna kallar þú meðferðina Hugræna endurforritun ?

„Þegar það var komin reynsla á meðferðina hjá mér og ég sá hversu öflugt tæki ég var með í höndunum ákvað ég að skrifa bók um meðferðina.

Þar sem í meðferðinni er kafað djúpt í undirvitundina og gerðar breytingar þar ætlaði ég að láta meðferðina heita Djúpmeðferð.

Það er svo til aðferð í fatahreinsun sem kallast djúpmeðferð þannig að ég kaus í staðinn að nefna meðferðina Hugræna endurforritun, sem er reyndar mjög góð lýsing á þeim árangri sem næst.

Ég er byrjaður að skrifa 3. útgáfu bókarinnar, sem byggir á þeim ótrúlega góða árangri sem næst með henni.

Ég ætla svo að þýða hana á ensku og þýsku og hefja kynningu meðferðarinnar erlendis.”

Ingibergur er núna að skrifa 3. útgáfu bókarinnar Hugræn endurforritun og stefnir á að þýða hana á ensku og þýsku og hefja kynningu meðferðarinnar erlendis.

Ákvað að breyta um aldur

Er rétt að þú sért búinn að yngja þig upp ?

„Já. Þjóðfélagið gefur sér að fólk eigi að gera ákveðna hluti á ákveðnum aldri. Það er rétt að enginn lifir við fulla heilsu endalaust. Hins vegar eru þetta eins og dástikur, eins og við höfum þýtt hugtakið „hypnotic suggestion”. Þú trúir því að eitthvað muni gerast á ákveðnum aldri og svo verða það örlög þín. Þetta er auðvitað bara vitleysa. Dáleiðsla og hugræn endurforritun eru frábær tæki til að eyða svona dástikum og breyta væntingunum.

Ég fæddist fyrir 75 árum en finnst ég alls ekki vera svo gamall. Á síðasta framhaldsnámskeiði spurðu nemendur samkennara minn hvað ég væri gamall og hún sagði þeim það. Einn nemendanna varð undrandi og sagðist hafa haldið að ég væri í mesta lagi 62 ára. Samkennari minn sagði mér frá svo þessu.

Mér fannst þessi dástika frábær og ákvað að framfylgja henni. Ég er því 62 ára núna og ég upplifi strax mun betri líðan. Þetta situr vel með mér og ég ætla líka að fara í dáleiðslu til að láta festa þetta vel í undirvitundinni.

Ég hef því engar áhyggjur af því lengur að geta ekki lokið við að kynna meðferðina á heimsvísu.”

Vill rannsaka árangur af meðferð við PTSD, áfallastreituröskun

Er búið að sýna fram á árangur af meðferðinni á vísindalegan hátt ?

„Við höfum birt árangur 50 meðferða á dáleiðsla.is þar sem stuðst er við sjálfsmat meðferðarþega samkvæmt kerfi bandaríska sálfræðiprófessorsins Dr. Edwin Yager. Árangur meðferðarinnar við kvíða og öðrum geðrænum vanda var ótrúlega góður. Sama má segja um geðvefræna sjúkdóma svo sem astma og ofnæmi.

Mér sýnist svo að við getum leyst fólk undan áfallastreituröskun og hef leitað að samstarfsaðila til að gera rannsókn þar sem fólk sem hefur þessa greiningu fer í Hugræna endurforritun og fer svo aftur í greiningu til þess að fá staðfest hve stór hluti hefur læknast.

Meðal annars hef ég sent erindi til tveggja geðlækna, til Heilbrigðisvísindastofnunar Háskóla Íslands og fleiri aðila sem mér þótti líklegt að gætu tryggt að rannsóknin væri gallalaus.

Af einhverjum orsökum hefur enginn þeirra aðila sem ég leitaði til svarað þessum umleitunum. Eftir stendur að ég er sannfærður um að hægt er að eyða áfallastreituröskun og að það hefur ítrekað verið gert með Hugrænni endurforritun.

Mögulega þarf vísindaleg rannsókn að bíða þar til meðferðin hefur verið kynnt erlendis. Ég þekki til dæmis til í Sviss þar sem áhugi á þessum málum hefur lengi verið mikill.“

Meðferðin fljót að verða vinsæl

Hvernig hefur meðferðinni verið tekið ?

„Meðferðinni hefur verið mjög vel tekið. Margir sem koma til okkar hafa reynt allt annað, sálfræðinga, EMDR, geðlækna, jóga og aðrar aðferðir sem fólk hefur fundið til að bæta líðan. Sum hafa verið að vinna í sér árum eða áratugum saman. Koma svo í Hugræna endurforritun og ná fullum bata á örfáum skiptum.“

Félag þeirra sem eru sérfræðingar í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu telur nú 55 félaga. Það heitir Félag Klínískra dáleiðenda og hefur veffangið kvíðalaus.is.

„Þau hafa mjög fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu auk klínískrar dáleiðslu. Meðal annars má nefna félagsfræðinga, fjölskyldufræðinga, fjölskylduráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, kennara, ljósmæður, markþjálfa og sálfræðimenntaða einstaklinga.”

Útskrift af framhaldsnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands í júní 2023: 20 sérfræðingar í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu.

Næsta grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu hefst 8. september 2023. 

Næsta framhaldsnámskeið í Hugrænni endurforritun hefst 5. apríl 2024.

Nánari upplýsingar og bókanir á www.daleidsla.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×