Mynd um Breka á leið á heimsleikana: „Maður þarf að elska sjálfan sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 11:32 Breki Þórðarson við æfingar fyrir heimsleikana. Arnar Halldórsson Breki Þórðarson hefur keppni á heimsleikunum í CrossFit á morgun en hann er einn af fimm íslenskum keppendum á mótinu í ár. Hann fór yfir undirbúning sinn þar sem reyndi á ekki síst af því að það er enginn að gera það sama og hann. Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Sjá meira
Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn