Mynd um Breka á leið á heimsleikana: „Maður þarf að elska sjálfan sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 11:32 Breki Þórðarson við æfingar fyrir heimsleikana. Arnar Halldórsson Breki Þórðarson hefur keppni á heimsleikunum í CrossFit á morgun en hann er einn af fimm íslenskum keppendum á mótinu í ár. Hann fór yfir undirbúning sinn þar sem reyndi á ekki síst af því að það er enginn að gera það sama og hann. Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira