„Stefán Árni er ekki að fara neitt“ Kári Mímisson skrifar 23. júlí 2023 22:30 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap KR gegn Víkingum í Vesturbænum nú í kvöld. KR-ingar spiluðu vel og voru ef eitthvað er sterkari aðili leiksins en það voru gestirnir sem fóru heim í Fossvoginn með stigin þrjú. „Það er alltaf súrt að tapa. Mér fannst þetta ekki vera leikur sem við áttum að tapa. Við gefum þeim náttúrulega eitt mark og þeir skora svo annað úr föstu leikatriði. Aron gerir vel þegar hann skallar þetta í netið en þetta kemur úr uppsettu atriði hjá þeim. Ég er fúll að hafa ekki náð að jafna því að við settum pressu á þá hér undir lokin og áttum fína möguleika á því að jafna.“ Rúnar segir að það hafi vantað herslumuninn hjá sínu liði í dag. Það var oft smávægilegt hik á sókn KR á síðasta parti vallarins en liðið náði þó að skapa sér nokkur ágætis færi undir lokin. „Það vantar herslumuninn og smá greddu eins og við segjum sérstaklega inn í boxinu, að ráðast á fyrirgjafirnar sem eru að koma. Ef að þú hleypur ekki inn í svæðin og tekur ekki sénsinn á að boltinn komi þar sem þú vilt fá hann þá náttúrulega skorar þú ekki. Menn voru svolítið að sjá hvert boltinn fer og hlaupa svo af stað í staðinn fyrir að taka sénsinn og fara á undan sendingunni. Bestu framherjarnir gera það og okkur vantaði það og smá greddu í að ráðast á boltann inni í teig.“ Víkingar náðu ekki að skapa sér nein opin marktækifæri í leiknum en vörðust þó vel og refsuðu KR þegar tækifæri gafst. Þó Rúnar sé svekktur segir hann að liðið geti tekið fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik hér í kvöld. „Víkingar eru góður og stórhættulegir eins og ég sagði fyrir leik. Þú verður alltaf að hafa góðar gætur á þeim. Þeir komast í fín upphlaup í leiknum, geta haldið bolta og strítt okkur en ég held að við höfum náð að stríða þeim töluvert mikið og ég er ofboðslega ánægður og stoltur af liðinu mínu. Það er ofboðslega fúlt að tapa þegar þú átt fínan leik gegn kannski besta liðinu í deildinni í dag en við þurfum að taka eitthvað jákvætt með okkur út úr þessu því það er fullt af leikjum framundan og við megum ekki láta þetta brjóta okkur niður. Ég held að við getum tekið fullt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir að hafa tapað.“ Víkingur og KR mætast aftur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á næstunni. Leikdagur hefur ekki verið settur en Rúnar vonast til að vita það á morgun hvenær sá leikur fari fram. „Ég vænti þess að vita það vonandi á morgun. Það verður öðruvísi leikur, á gervigrasinu þeirra. Það verður að fá að bíða, við þurfum að leysa önnur verkefni áður en við förum að kljást við það.“ Stefán Árni Geirsson hefur verið sagður á förum frá KR. Stefán var ekki í hóp KR í dag en Rúnar segir þó að hann sé ekki á förum. „Hann er ekki að fara neitt. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og er ekki á neinum förum. Hann meiddist í síðasta leik aftur, önnur meiðsl sem hann fékk og hefur ekkert æft síðan við spiluðum gegn FH. Hann verður áfram hjá KR.“ Blaðamaður Vísis hefur fengið það staðfest frá bæði Stefáni Árna og stjórnarmönnum KR að hann verður áfram í félaginu. Spurður að því hvort eitthvað geti gerst hjá KR í þessum glugga er Rúnar stuttorður. „Ekki eins og staðan er í dag.“ KR Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
„Það er alltaf súrt að tapa. Mér fannst þetta ekki vera leikur sem við áttum að tapa. Við gefum þeim náttúrulega eitt mark og þeir skora svo annað úr föstu leikatriði. Aron gerir vel þegar hann skallar þetta í netið en þetta kemur úr uppsettu atriði hjá þeim. Ég er fúll að hafa ekki náð að jafna því að við settum pressu á þá hér undir lokin og áttum fína möguleika á því að jafna.“ Rúnar segir að það hafi vantað herslumuninn hjá sínu liði í dag. Það var oft smávægilegt hik á sókn KR á síðasta parti vallarins en liðið náði þó að skapa sér nokkur ágætis færi undir lokin. „Það vantar herslumuninn og smá greddu eins og við segjum sérstaklega inn í boxinu, að ráðast á fyrirgjafirnar sem eru að koma. Ef að þú hleypur ekki inn í svæðin og tekur ekki sénsinn á að boltinn komi þar sem þú vilt fá hann þá náttúrulega skorar þú ekki. Menn voru svolítið að sjá hvert boltinn fer og hlaupa svo af stað í staðinn fyrir að taka sénsinn og fara á undan sendingunni. Bestu framherjarnir gera það og okkur vantaði það og smá greddu í að ráðast á boltann inni í teig.“ Víkingar náðu ekki að skapa sér nein opin marktækifæri í leiknum en vörðust þó vel og refsuðu KR þegar tækifæri gafst. Þó Rúnar sé svekktur segir hann að liðið geti tekið fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik hér í kvöld. „Víkingar eru góður og stórhættulegir eins og ég sagði fyrir leik. Þú verður alltaf að hafa góðar gætur á þeim. Þeir komast í fín upphlaup í leiknum, geta haldið bolta og strítt okkur en ég held að við höfum náð að stríða þeim töluvert mikið og ég er ofboðslega ánægður og stoltur af liðinu mínu. Það er ofboðslega fúlt að tapa þegar þú átt fínan leik gegn kannski besta liðinu í deildinni í dag en við þurfum að taka eitthvað jákvætt með okkur út úr þessu því það er fullt af leikjum framundan og við megum ekki láta þetta brjóta okkur niður. Ég held að við getum tekið fullt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir að hafa tapað.“ Víkingur og KR mætast aftur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á næstunni. Leikdagur hefur ekki verið settur en Rúnar vonast til að vita það á morgun hvenær sá leikur fari fram. „Ég vænti þess að vita það vonandi á morgun. Það verður öðruvísi leikur, á gervigrasinu þeirra. Það verður að fá að bíða, við þurfum að leysa önnur verkefni áður en við förum að kljást við það.“ Stefán Árni Geirsson hefur verið sagður á förum frá KR. Stefán var ekki í hóp KR í dag en Rúnar segir þó að hann sé ekki á förum. „Hann er ekki að fara neitt. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og er ekki á neinum förum. Hann meiddist í síðasta leik aftur, önnur meiðsl sem hann fékk og hefur ekkert æft síðan við spiluðum gegn FH. Hann verður áfram hjá KR.“ Blaðamaður Vísis hefur fengið það staðfest frá bæði Stefáni Árna og stjórnarmönnum KR að hann verður áfram í félaginu. Spurður að því hvort eitthvað geti gerst hjá KR í þessum glugga er Rúnar stuttorður. „Ekki eins og staðan er í dag.“
KR Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn