Sextán ára undrabarn stelur senunni á Wimbledon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 20:30 Mirra Andreeva er að skrá sig í sögubækurnar. PA-EFE/NEIL HALL Hin 16 ára gamla Mirra Aleksandrovna Andreeva er komin í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í tennis. Hún er yngsta konan í sögunni til að komast svo langt á þessu fornfræga móti. Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira