Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 21:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20