Íslenska liðinu tókst ekki að bjarga sér frá falli Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 18:06 Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki. Facebooksíða Frjálsíþróttasambands Íslands Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum féll í dag úr 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur fór fram í Póllandi í dag. Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira